búin að ákveða að flytja til París

Jemin nú er bara hálf öld eða eitthvað síðan ég bloggaði seinast er virkilega ekki að standa mig í þessu hérna en ætla taka svona saman hvað er búið að gerast upp á síðkastið
Sem sagt páskarnir komu hérna í seinni part mars og voru mjög góðir og öðruvísi þetta árið. Mamma og Steini skelltu sér sem sagt vestur til Guðmundu vinkonu mömmu sem býr á Flateyri og af því ég þurfti að vinna á laugardeginum þá var ég hjá Ellu frænku í Hafnafirðinum. Það var mjög gaman hjá henni og æðislegt að fá að eyða svona miklum tíma með litlu frænku, hún Hafdís hélt mér sko vel við efnið að leika við sig og svo á Páskadag þegar Millý og Kristján komu með Emelíu. Á Páskadag var líka algjört æði að sjá litlu frænku mína en þegar ég kom fram sat hún í bangsímon stólnum sínum öll út ötuð í súkkulaði og fötin og allt bara. En já páskarnir voru alveg æðislegir. Svo eftir páska tók skólinn aftur við og stritið sem fylgir honum. Helgina eftir páska varð svo Millý frænka þrítug og ég bauðst til að passa litlu skotturnar meðan þær héldu uppá herleg heitin heima hjá Ellu í stóra húsinu hennar. Ég var heima hjá Millý með stelpurnar. Næstur dagar eftir það voru vægast sagt erfiðir var orðin svo spennt yfir þvi að fara til París. Ég fór sem sagt út 2.apríl og kom heim 9.apríl og þetta var svo æðislegt er orðin alveg ástfangin af París. Ég sá alveg allt þarna maður, Eiffel turninn, Louvre safnið, Notre Dame kirkjuna, fór á Montmartre hæðina og þar sér maður alveg yfir París, fór líka í Disneygarðinn og maður verslaði eitthvað líka. Það er reyndar alveg merkilegt hvað stærðirnar þarna eru litlar alveg íní míní miny moo enda er það svona í samræmi við konurnar þarna sem eru allar allar grannar ekki ein feit kona nema nokkrar gamlar konur sem voru feitar. Svo var líka alveg æði mikið af heitum gaurum þarna og allir gjörsamlega að bikka mann og kalla á mann. Þetta er án efa ferð sem ég gleymi aldrei. Núna er ég farin aftur í skólann og alveg að drukkna í skilaverkefnum og svona gaman og þar inn á milli hef ég verið að vinna í IKEA. Það er búið að færa mig um deild og núna er ég í heimsendingu og vöruafhendingu sem er miklu skemtilegra enn að vera á kassa. Og líka miklu meira af heitum gaurum jeminn það eru bara allir heitu gaurarnir í heimsendingu meira segja yfirmaður minn er heitur:D En ég segji þetta svona gott í bili ætla reyna halda áfram að læra:S

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Haha, á að fara að ná sér í yfirmannsgaur híhí  Knús á þig frænka

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Ester Ósk Gestsdóttir Waage

haha það er aldrei að vita það er ekki eins og hann sé eikkað gamall;P

Ester Ósk Gestsdóttir Waage, 22.4.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ester Ósk Gestsdóttir Waage
Ester Ósk Gestsdóttir Waage
17 ára, fyndin, skemmtileg, ákveðinn, nemandi í MK sem hefur gaman af ferðalögum:P

Færsluflokkar

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband