Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Þetta mun vera fyrsta bloggið mitt í örugglega tvö ár eða eitthvað?
Í dag er í Menntaskólanum í Kópavogi á öðru ári. Ég skipti yfir í hann núna í haust af því mér leyst ekkert á FSu gamla menntaskólann minn, og ég hef komist að því að þá tvo skóla er ekki hægt að bera saman þeir eru svo ólíkir. Allt í MK er betra en FSu, betri kennarar (þótt þar séu nokkrir hálfvitar inn á milli), betir kennsla og skipulagðari og miklu meira. Það eina sem ég sé að þessum skóla er þjónustan í þessu blessaða mötuneyti. byrjum á því hvað ALLT er óhollt þar, ég meina það eru samlokur frá sóma, hamborgari og franskar í hádeginu, gos og svo eina holla þarna er skyr.is sem mér finnst það ógeðslegasta í heimi. Svo er það náttla konur kjánarnir sem vinna þarna þær eru allar nema ein svo miklir aular að það hálfa væri nóg. Þær eru svoleiðis ekkert að flýta sér að láta röðina ganga þær eru bara að tala saman og kjafta við nemenduna og svo náttla sú sem varla kann á kassann. En annars finnst mér þessi skóli alveg frábær, æðislegir krakkar líka og bara allt(nema mötuneytið).
En ekki get ég nú sagt að allt hafi verið í skýjunum eftir að byrjaði í MK. Reyndar hef ég verið ´SOLDIÐ MIKÐI ÓHEPPIN. Ég er búin að rífa, rándýru æðadún úlpuna mína sem kostaði 23.000 kall, á skápnum mínum. Týna eitt stykki lyklum af skápnum mínum og þar af leiðandi kaupa nýja fyrir 1000 kall, brjóta símann minn. Og svo náttla þetta "frábæra" atvik í gær þegar að harði diskurinn á tölvunni minni hrundi . Sem gerði það að verkum að allt er farið af honum öll verkefnin úr skólanum, allar myndirnar mínar og um þúsund lög. Dagurinn í gær var sem sagt hreint út sagt ömurlegur. Þetta var talva númer tvö sem heitir acer sem hefur skemmst frá mér, og hvorugar rúmlega 6 mánaða gamlar þegar þær skemmdust. En reyndar var hægt að setja nýjan harðan disk í acer þetta skiptið þannig ég get notað hana áfram. Ég ákvað samt að gefa upp á bátin allt sem heitir Acer og fór og ætlaði að fá mér apple tölvu. SVo við mamma fórum niður í apple búð og fengum að vita að talvan sem mig langaði í var uppseld og kemur ný sending eftir tvær vikur. Svo eftir tvær vikur verð ég komin með´glæ nýja apple tölvu.
En læt þetta gott heita í þetta skiptið og ætla að fara reyna læra
Bloggar | 27.9.2007 | 19:42 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jæja eftir nokkra ára frí á bloggið ákvað ég að reyna þetta einu sinni enn Ég ætla að reyna að blogg reglulega og halda síðunni við. Reyni að gera mitt besta CYA
Menning og listir | 27.9.2007 | 19:08 (breytt kl. 19:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)