Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hel***** hópverkefni

ég er nú alveg að verða brjáluð núnaAngry. Ég var nú alveg rosa upp með mér í byrjun annar þegar ég komst að því að´ég var í 4 símatsáföngum og þurfti bara að taka tvö lokapróf í desember. En núna er ég að vinna í 4 hópverkfefnum á sama tíma. Ef ég hef ekki fengið alveg upp í kok af fu***** hópverkefnum þá veit ég ekki hvað, þetta finnst kennrunum mínum greinilega voða gaman hafa svona hópverkefni en slakið nú alveg á að hafa ÖLL STÆRSTU VERKEFNIN Á SAMA TÍMAAngryAngry. Svo er ég líka að fara skila ritgerð í sögu á föstudaginn sem ég er ekki byrjuð á. Það er alveg einstakt hvað menntaskólakennarar halda að þeir séu einir í heiminum, þeir setja manni fyrir eins og maður sé bara í einum tíma.

Ef ég gef ykkur nú bara dagskrán mín fyrir næstu viku þá hljómar hún eikkern veginn svona:

Mánudagur

Danska: fyrirlestur um valbók. Enska flytja verkefni úr bókinni Of mice and men.

Þriðjudagur

Enska sýna landkynninga verkefni

Miðvikudagur

Franska: flytja landkynninga verkefni

Fimmtudagur

Danska: skriflegt próf úr valbók. Spænska: flytja menningar verkefni

Föstudagur

Spænska: flytja Fjölskylduverkefni. Saga: skil RITGERÐ!

Ég held það sé nokkuð augljóst að ég á voða lítið eftir að sofa í næstu viku vegna lærdómsGetLost. En það er nú best að hætta þessu nöldri og fara láta hausinn manni soðna úr lærdómiPinch.


Skóli, skóli, skóli........

skóli, skóli, skóli, skóli........Shocking

Er það eina sem ég hef tíma fyrir núna. Ef ég er ekki að verða búin að fá mig full sadda honum þá veit ég ekki hvað. Ég er í skólanum kem heim og læri fram á nótt og sef smá og svo byrjar þetta allt aftur. Ég hef ekki séð eins mikið af hópverkefnum á ævi minni og sú augljóslega regla hjá kennurunum mínum að hafa öll próf og verkefnaskil á fimmtudögumAngry  Það eina sem heldur manni gangandi í þessu blessaða skóla eru vinir mans, kiss kiss Sólrún, Kolbrún og Kristín. Ég bara trúi því varla að maður þurfi að hanga í þessu rugli í tvö ár í viðbótUndecided   En þessa vikuna hefur maður verið að slaka soldið á, þessa vikuna í skólanum voru tyllidagar sem er svona svipað og kátirdagar í fsu. Það hafa verið allskyns námskeið sem við stelpurnar höfum verið að fara á, í gær fórum við á hláturnámskeið, sem var frábært, fengum þetta rosa hláturskast í endan þegar við áttum að vera að slaka á og gátum bara ekki hætt að hlæjaGrin. Við fórum líka á dansnámskeið, þar sem ég gerði mig að fífliWhistling, forsýningu á The Heartbreaker Kid og svo skelltum við okkur í sund í dag. Fórum í salalaug, mæli alveg pottþétt með henni, klikk rennibraut þarGrin.

En annars um helgina þá var henni eitt í bænum hjá ömmu og afa þar sem mamma og óli voru út í Prag. Ég var reyndar soldið veik um helgina en það var nú bara smáCool. Á laugardeginum fór ég til læknis, en skellti mér svo í kringluna með kolbrúnu þar sem við kíktum í fullt af búðum og mátuðum og skoðuðum föt en eins og fyrri daginn fann ég ekki neitt á mig. En við enduðum í Make up Store og keyptum okkur flotta glimmer augnskugga og ákváðum að fara heim og prófa. Við tókum strætó heim til hennar. Við fórum svo aftur út á litla sæta bílnum hennar Kolbrúnar og leigðum okkur spólu og tókum pínu rúnt á laugaveginum. Þegar við komum heim máluðum við okkur með glimmer dæminu sem við vorum að kaupa, kolbrún tók svo myndir af mér og ég af henni. Og myndirnar eru algjört æði hún, kolbrún mín þú verður alveg fyrirmyndar ljósmyndari í framtíðinniWink Eftir mat horfðum við á tvær myndir, eikkera mynd um lesbíu og svo nördamynd frá 8 áratugnum sem var drep fyndinW00t 

Á sunnudeginum var bara legið í leti upp í rúmi í veikindumShocking.

 

 ester

 

Hér er mynd af mér sem Kolbrún tók af mér á laugardaginn.

 

 


Höfundur

Ester Ósk Gestsdóttir Waage
Ester Ósk Gestsdóttir Waage
17 ára, fyndin, skemmtileg, ákveðinn, nemandi í MK sem hefur gaman af ferðalögum:P

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband