Skólinn búinn og Eurovision;D ÁFRAM ÍSLAND;D

Loksins er skólinn hjá mér búinn það var mikill léttir enda búin að vera soldið langt að líða fannst mér. En þessi önn var þó mikið skemmtilegri, á henni var alveg fullt af fríi, vetrarfrí, páskafrí og svo skellti ég mér til París í apríl með nokkrum örðum stelpum úr skólanum. Prófin gengu mjög vel en íslenskan var frekar erfið en náði nú samt öllu með stæl núna, sem ég bjóst algjörlega ekki við, var ekki búin að fylgjast eins vel með á þessari önn og á haustönn og svo náttla út af Parísarferðinni þá missi ég viku úr skólanum. Þannig ég var alls ekki að búast við háum einkunnum, en allt var frábært og var meðaleinkunnin mín á önninni 8,5 sem er mjööög gott og vil ég líka monta mig af því að hafa fengið fyrstu 10una mína í menntskóla og kannski þá einu.
Eftir skólann tók við hard ass vinna sem er fínt...money money money. Ég verð sem sagt að vinna í IKEA í sumar:D:(
Svo er núna í gangi Eurovision get ekki beðið eftir kvöldinu, eins og allir vita þá komumst við áfram í úrslitin,LOKSINS YEAH, enda komin tími til eftir þrjú ár sem við höfum ekki komist áfram. Ég vona að okkur gangi vel og vona eins og allir að tökum keppnina og rústum henni, btw þessi sænska charlotte(með áherslu á h-ið) er með ömurlegt lag og no way að hún vinni alveg sama hversu rík hún er. Ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ester Ósk Gestsdóttir Waage
Ester Ósk Gestsdóttir Waage
17 ára, fyndin, skemmtileg, ákveðinn, nemandi í MK sem hefur gaman af ferðalögum:P

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband