ég er nú alveg að verða brjáluð núna. Ég var nú alveg rosa upp með mér í byrjun annar þegar ég komst að því að´ég var í 4 símatsáföngum og þurfti bara að taka tvö lokapróf í desember. En núna er ég að vinna í 4 hópverkfefnum á sama tíma. Ef ég hef ekki fengið alveg upp í kok af fu***** hópverkefnum þá veit ég ekki hvað, þetta finnst kennrunum mínum greinilega voða gaman hafa svona hópverkefni en slakið nú alveg á að hafa ÖLL STÆRSTU VERKEFNIN Á SAMA TÍMA. Svo er ég líka að fara skila ritgerð í sögu á föstudaginn sem ég er ekki byrjuð á. Það er alveg einstakt hvað menntaskólakennarar halda að þeir séu einir í heiminum, þeir setja manni fyrir eins og maður sé bara í einum tíma.
Ef ég gef ykkur nú bara dagskrán mín fyrir næstu viku þá hljómar hún eikkern veginn svona:
Mánudagur
Danska: fyrirlestur um valbók. Enska flytja verkefni úr bókinni Of mice and men.
Þriðjudagur
Enska sýna landkynninga verkefni
Miðvikudagur
Franska: flytja landkynninga verkefni
Fimmtudagur
Danska: skriflegt próf úr valbók. Spænska: flytja menningar verkefni
Föstudagur
Spænska: flytja Fjölskylduverkefni. Saga: skil RITGERÐ!
Ég held það sé nokkuð augljóst að ég á voða lítið eftir að sofa í næstu viku vegna lærdóms. En það er nú best að hætta þessu nöldri og fara láta hausinn manni soðna úr lærdómi.
Flokkur: Bloggar | 13.10.2007 | 21:27 (breytt kl. 21:28) | Facebook
Athugasemdir
Hahaha....segðu svo ekki að MK sé betri en FSu!! ;) En gangi þér ofsalega vel sætaa.. ;*
Heyrumst! ;**
Aníta Róberts (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.