Færsluflokkur: Bloggar
Loksins er skólinn hjá mér búinn það var mikill léttir enda búin að vera soldið langt að líða fannst mér. En þessi önn var þó mikið skemmtilegri, á henni var alveg fullt af fríi, vetrarfrí, páskafrí og svo skellti ég mér til París í apríl með nokkrum örðum stelpum úr skólanum. Prófin gengu mjög vel en íslenskan var frekar erfið en náði nú samt öllu með stæl núna, sem ég bjóst algjörlega ekki við, var ekki búin að fylgjast eins vel með á þessari önn og á haustönn og svo náttla út af Parísarferðinni þá missi ég viku úr skólanum. Þannig ég var alls ekki að búast við háum einkunnum, en allt var frábært og var meðaleinkunnin mín á önninni 8,5 sem er mjööög gott og vil ég líka monta mig af því að hafa fengið fyrstu 10una mína í menntskóla og kannski þá einu.
Eftir skólann tók við hard ass vinna sem er fínt...money money money. Ég verð sem sagt að vinna í IKEA í sumar:D:(
Svo er núna í gangi Eurovision get ekki beðið eftir kvöldinu, eins og allir vita þá komumst við áfram í úrslitin,LOKSINS YEAH, enda komin tími til eftir þrjú ár sem við höfum ekki komist áfram. Ég vona að okkur gangi vel og vona eins og allir að tökum keppnina og rústum henni, btw þessi sænska charlotte(með áherslu á h-ið) er með ömurlegt lag og no way að hún vinni alveg sama hversu rík hún er. Ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND.
Bloggar | 24.5.2008 | 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem sagt páskarnir komu hérna í seinni part mars og voru mjög góðir og öðruvísi þetta árið. Mamma og Steini skelltu sér sem sagt vestur til Guðmundu vinkonu mömmu sem býr á Flateyri og af því ég þurfti að vinna á laugardeginum þá var ég hjá Ellu frænku í Hafnafirðinum. Það var mjög gaman hjá henni og æðislegt að fá að eyða svona miklum tíma með litlu frænku, hún Hafdís hélt mér sko vel við efnið að leika við sig og svo á Páskadag þegar Millý og Kristján komu með Emelíu. Á Páskadag var líka algjört æði að sjá litlu frænku mína en þegar ég kom fram sat hún í bangsímon stólnum sínum öll út ötuð í súkkulaði og fötin og allt bara. En já páskarnir voru alveg æðislegir. Svo eftir páska tók skólinn aftur við og stritið sem fylgir honum. Helgina eftir páska varð svo Millý frænka þrítug og ég bauðst til að passa litlu skotturnar meðan þær héldu uppá herleg heitin heima hjá Ellu í stóra húsinu hennar. Ég var heima hjá Millý með stelpurnar. Næstur dagar eftir það voru vægast sagt erfiðir var orðin svo spennt yfir þvi að fara til París. Ég fór sem sagt út 2.apríl og kom heim 9.apríl og þetta var svo æðislegt er orðin alveg ástfangin af París. Ég sá alveg allt þarna maður, Eiffel turninn, Louvre safnið, Notre Dame kirkjuna, fór á Montmartre hæðina og þar sér maður alveg yfir París, fór líka í Disneygarðinn og maður verslaði eitthvað líka. Það er reyndar alveg merkilegt hvað stærðirnar þarna eru litlar alveg íní míní miny moo enda er það svona í samræmi við konurnar þarna sem eru allar allar grannar ekki ein feit kona nema nokkrar gamlar konur sem voru feitar. Svo var líka alveg æði mikið af heitum gaurum þarna og allir gjörsamlega að bikka mann og kalla á mann. Þetta er án efa ferð sem ég gleymi aldrei. Núna er ég farin aftur í skólann og alveg að drukkna í skilaverkefnum og svona gaman og þar inn á milli hef ég verið að vinna í IKEA. Það er búið að færa mig um deild og núna er ég í heimsendingu og vöruafhendingu sem er miklu skemtilegra enn að vera á kassa. Og líka miklu meira af heitum gaurum jeminn það eru bara allir heitu gaurarnir í heimsendingu meira segja yfirmaður minn er heitur:D En ég segji þetta svona gott í bili ætla reyna halda áfram að læra:S
Bloggar | 20.4.2008 | 22:18 (breytt kl. 22:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er auðvitað alltaf í skólanum og gengur allt frábærlega þar, um daginn varð ég svo óskaplega "heppinn" að næla mér í inflúensu það var frekar hrikalegt var heima í viku. Þetta er án ef eitt það versta sem ég hef lent í maður er alveg máttlaus, hóstar, engin matarlyst, maður svitnar eins og svín og já þið náið þessu. Svo er núna að ganga yfir páskahátíðin og ég sit bara heima að chilla og sofa út og hugsa um hversu stutt er í Parísarferðina 13 DAGAR get ekki beiðið það verður svo frábært:D:D:D. Á sunnudaginn er páskaeggja-háma-í-sig dagurinn og ég er svona hálfaprtinn ekkert að langa í neitt páskaegg ég er búin að ná svo miklum árangri í þessu herbalifedæmi að ég hika svona aðeins við það. Og já ég er byrjuð á herbalife (kúr) ef hægt er að segja það(standa við áramótaheitið og svona) en já það gengur bara mjög vel nokkur kíló farin og slatti af sentimetrum af mallanum:).
En já það sem er framundan er bara skóli,skóli, meiri skóli og svo PARÍS. Ég held ég segi þetta gott og haldi bara áfram að láta mér leiðast hérna :S
Bloggar | 20.3.2008 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jæja tími á smá blogg....
það sem liðið er af þessu ári hefur verið svona ágætt... er komin aftur í skólann sem er fínt allt er eins og það var eða svona næstum svo þetta er fínt. Er með 18 einingar og er að fara skella mér til Parísar í apríl sem ég get ekki beðið eftir það verður frábært:D Það er sko allt um París núna hjá mér bíð eftir því að mig fari að dreyma um frakkland og a frönsku haha(a). Svo ætla ég að reyna að léttast um nokkur kíló í viðbót áður en fer út. Síðan langar mig rosa til sólarlanda sumar það væri æði ef það væri hægt :D verða smá brún og sæt. En það er nú einum of snemmt að fara plana sumarið núna er þaggi:s.
En já hef það bara stutt í kvöld og held þá bara áfram að rotna hérna úr leiðindum:s
Bloggar | 19.1.2008 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
nú er þá loksins komið árið 2008 og er ég stollt að segja að á þessu ári verð ég 18 ára:D
Jólin og áramótin hjá mér fóru fram með sama móti og hin sautján árin...það var hins vegar smá breyting frá hinum árunum þar sem ég eyddi hverri stund sem gafst í desember mánuði í IKEA að vinna. Sem var reyndar bara alveg ágætt fyrir utan það að ég hafði ekki tíma til að kaupa jólagjafir fyrr en seinust dagana fyrir jól og keypti þá síðustu á þorláksmessu, það var mjög nýtt fyrir mér vegna þess ég hef oftast verið búin að kaupa allar jólagjafir þegar desember byrjar en þetta reddaðist nú svo allt var í lagi. Á Aðfangadag var setið heima og horft á sjónvarpið megnið af deginum og legið í leti sem er einmitt það sem maður á að gera á jólunum. Jólamaturinn var góður eins og alltaf og vorum við með reyktan lambahrygg og hamborgarahrygg bita svona fyrir mig...nammm, og svo allt tilheyrandi meðlæti. Jólagjafirnar voru svo næstar og fengu sko allir eitthvað fallegt og við sitt hæfi á þessum bænum, ég var allavega mjög ánægð með allt sem eg fékk:D Ég var svo í nokkra daga fríi en fór svo að vinna þessa fjóra daga milli jólaognýjárs. Gamlárskvöld kom svo eins og öll hin árin og var hann bara mjög góður man reyndar ekkert hvað ég gerði fyrr en við borðuðum dýrindis lærið hennar mömmu sem var mjög gott. Seinna um kvöldið kom svo skaupið með tilheyrandi korters auglýsingum áður en það hófst, get svarið það hef ekki lent í svona löngum auglýsingum síðan við vorum með amerísku stöðvarnar. En já skaupið, það var fínt ekkert sérlega mikið hlegið af því af minni hálfu en það var fínt.!?!
En þetta var hátíðin í stutt máli hjá mér, svo núna á nýja árinu fer skólinn fljótt að skella á ekkert spennandi við það, en já einkunnir fyrir seinustu önn allt gekk vel þar allt yfir átta nema ein sjöa sem er mjög fínt finnst mér. Held ég segji þetta nú bara fínt og fari bara að horfa á the Holiday í svona billjónasta skiptið elska þessa mynd hún er officially orðin jólamyndin mín sem ég mun horfa á hver jól, mæli mjög með henni;) Gleðileg jóla og nýtt ár allir og takk fyrir það gamla;***
Bloggar | 3.1.2008 | 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En nú er ég hætt að tala um skólann. Ég er sem sagt að fara að vinna STRAX eftir seinna prófið og mitt og verð að því fram að jólum hreinlega...og sem þýðir það að ég fæ svona korter til að verlsa inn þessar heilu þrjár jólagjafir sem ég þarf að kaupa. En já ég er sem sagt að vinna í IKEA eins og allir hafa kannski tekið eftir:D og það er sko það skemmtilegasta í heimi hef aldrei unnið á svona skemmtilegum stað áður, það er alveg bara allt fyndasta fólkið á landinu að vinna þarna hrein snilld. Svo endilega ef einhverjum langar að hitta mig þá er málið að koma í IKEA vegna þessa ég verð bara þar í jólafríinu mínu:D
En best að halda áfram að læra fyrir sögupróf
Bloggar | 6.12.2007 | 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jæja kominn tími á smá blogg....ég sit hérna í dönsku að reyna hlusta á blöðruskjóðuna kennarann minn sem eyðir heilu tímunum í að tala og enginn hlustar á hana:).
Það hefur nú lítið gerst síða að ég skrifaði síðast, nema kannski að heimavinnana er orðin Miklu rólegri.
Ég er einnig hætt í Nóatúni í smáranum og farin að vinna í IKEA:D and I´m lovin it. Þannig að ég hvet alla til að koma og kíkja á mig um helgina sem langar að fara í IKEA því ég er að vinna þá;):P.....er á kassa btw.
En það sem er að koma upp á næstunni er Myrkamessa í MK en þar mun Sprengjuhöllin trylla gesti, og svo er söngvakeppnin líka. Svo verður maður að fara skella sér á næsta FSu ball sem verður bráðlega ásamt söngvakeppni þar líka. Svo það er augljóst að það er feitt djamm á næstunni enda komin tími til að maður fá sér smá í glas orðið pínu langt síðan sko....
Bloggar | 2.11.2007 | 11:27 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ég er nú alveg að verða brjáluð núna. Ég var nú alveg rosa upp með mér í byrjun annar þegar ég komst að því að´ég var í 4 símatsáföngum og þurfti bara að taka tvö lokapróf í desember. En núna er ég að vinna í 4 hópverkfefnum á sama tíma. Ef ég hef ekki fengið alveg upp í kok af fu***** hópverkefnum þá veit ég ekki hvað, þetta finnst kennrunum mínum greinilega voða gaman hafa svona hópverkefni en slakið nú alveg á að hafa ÖLL STÆRSTU VERKEFNIN Á SAMA TÍMA. Svo er ég líka að fara skila ritgerð í sögu á föstudaginn sem ég er ekki byrjuð á. Það er alveg einstakt hvað menntaskólakennarar halda að þeir séu einir í heiminum, þeir setja manni fyrir eins og maður sé bara í einum tíma.
Ef ég gef ykkur nú bara dagskrán mín fyrir næstu viku þá hljómar hún eikkern veginn svona:
Mánudagur
Danska: fyrirlestur um valbók. Enska flytja verkefni úr bókinni Of mice and men.
Þriðjudagur
Enska sýna landkynninga verkefni
Miðvikudagur
Franska: flytja landkynninga verkefni
Fimmtudagur
Danska: skriflegt próf úr valbók. Spænska: flytja menningar verkefni
Föstudagur
Spænska: flytja Fjölskylduverkefni. Saga: skil RITGERÐ!
Ég held það sé nokkuð augljóst að ég á voða lítið eftir að sofa í næstu viku vegna lærdóms. En það er nú best að hætta þessu nöldri og fara láta hausinn manni soðna úr lærdómi.
Bloggar | 13.10.2007 | 21:27 (breytt kl. 21:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
skóli, skóli, skóli, skóli........
Er það eina sem ég hef tíma fyrir núna. Ef ég er ekki að verða búin að fá mig full sadda honum þá veit ég ekki hvað. Ég er í skólanum kem heim og læri fram á nótt og sef smá og svo byrjar þetta allt aftur. Ég hef ekki séð eins mikið af hópverkefnum á ævi minni og sú augljóslega regla hjá kennurunum mínum að hafa öll próf og verkefnaskil á fimmtudögum Það eina sem heldur manni gangandi í þessu blessaða skóla eru vinir mans, kiss kiss Sólrún, Kolbrún og Kristín. Ég bara trúi því varla að maður þurfi að hanga í þessu rugli í tvö ár í viðbót En þessa vikuna hefur maður verið að slaka soldið á, þessa vikuna í skólanum voru tyllidagar sem er svona svipað og kátirdagar í fsu. Það hafa verið allskyns námskeið sem við stelpurnar höfum verið að fara á, í gær fórum við á hláturnámskeið, sem var frábært, fengum þetta rosa hláturskast í endan þegar við áttum að vera að slaka á og gátum bara ekki hætt að hlæja. Við fórum líka á dansnámskeið, þar sem ég gerði mig að fífli, forsýningu á The Heartbreaker Kid og svo skelltum við okkur í sund í dag. Fórum í salalaug, mæli alveg pottþétt með henni, klikk rennibraut þar.
En annars um helgina þá var henni eitt í bænum hjá ömmu og afa þar sem mamma og óli voru út í Prag. Ég var reyndar soldið veik um helgina en það var nú bara smá. Á laugardeginum fór ég til læknis, en skellti mér svo í kringluna með kolbrúnu þar sem við kíktum í fullt af búðum og mátuðum og skoðuðum föt en eins og fyrri daginn fann ég ekki neitt á mig. En við enduðum í Make up Store og keyptum okkur flotta glimmer augnskugga og ákváðum að fara heim og prófa. Við tókum strætó heim til hennar. Við fórum svo aftur út á litla sæta bílnum hennar Kolbrúnar og leigðum okkur spólu og tókum pínu rúnt á laugaveginum. Þegar við komum heim máluðum við okkur með glimmer dæminu sem við vorum að kaupa, kolbrún tók svo myndir af mér og ég af henni. Og myndirnar eru algjört æði hún, kolbrún mín þú verður alveg fyrirmyndar ljósmyndari í framtíðinni Eftir mat horfðum við á tvær myndir, eikkera mynd um lesbíu og svo nördamynd frá 8 áratugnum sem var drep fyndin
Á sunnudeginum var bara legið í leti upp í rúmi í veikindum.
Hér er mynd af mér sem Kolbrún tók af mér á laugardaginn.
Bloggar | 9.10.2007 | 21:35 (breytt kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta mun vera fyrsta bloggið mitt í örugglega tvö ár eða eitthvað?
Í dag er í Menntaskólanum í Kópavogi á öðru ári. Ég skipti yfir í hann núna í haust af því mér leyst ekkert á FSu gamla menntaskólann minn, og ég hef komist að því að þá tvo skóla er ekki hægt að bera saman þeir eru svo ólíkir. Allt í MK er betra en FSu, betri kennarar (þótt þar séu nokkrir hálfvitar inn á milli), betir kennsla og skipulagðari og miklu meira. Það eina sem ég sé að þessum skóla er þjónustan í þessu blessaða mötuneyti. byrjum á því hvað ALLT er óhollt þar, ég meina það eru samlokur frá sóma, hamborgari og franskar í hádeginu, gos og svo eina holla þarna er skyr.is sem mér finnst það ógeðslegasta í heimi. Svo er það náttla konur kjánarnir sem vinna þarna þær eru allar nema ein svo miklir aular að það hálfa væri nóg. Þær eru svoleiðis ekkert að flýta sér að láta röðina ganga þær eru bara að tala saman og kjafta við nemenduna og svo náttla sú sem varla kann á kassann. En annars finnst mér þessi skóli alveg frábær, æðislegir krakkar líka og bara allt(nema mötuneytið).
En ekki get ég nú sagt að allt hafi verið í skýjunum eftir að byrjaði í MK. Reyndar hef ég verið ´SOLDIÐ MIKÐI ÓHEPPIN. Ég er búin að rífa, rándýru æðadún úlpuna mína sem kostaði 23.000 kall, á skápnum mínum. Týna eitt stykki lyklum af skápnum mínum og þar af leiðandi kaupa nýja fyrir 1000 kall, brjóta símann minn. Og svo náttla þetta "frábæra" atvik í gær þegar að harði diskurinn á tölvunni minni hrundi . Sem gerði það að verkum að allt er farið af honum öll verkefnin úr skólanum, allar myndirnar mínar og um þúsund lög. Dagurinn í gær var sem sagt hreint út sagt ömurlegur. Þetta var talva númer tvö sem heitir acer sem hefur skemmst frá mér, og hvorugar rúmlega 6 mánaða gamlar þegar þær skemmdust. En reyndar var hægt að setja nýjan harðan disk í acer þetta skiptið þannig ég get notað hana áfram. Ég ákvað samt að gefa upp á bátin allt sem heitir Acer og fór og ætlaði að fá mér apple tölvu. SVo við mamma fórum niður í apple búð og fengum að vita að talvan sem mig langaði í var uppseld og kemur ný sending eftir tvær vikur. Svo eftir tvær vikur verð ég komin með´glæ nýja apple tölvu.
En læt þetta gott heita í þetta skiptið og ætla að fara reyna læra
Bloggar | 27.9.2007 | 19:42 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)